UM OKKUR
Okkur finnst gott að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar í framtíðinni með því sem við gerum í dag, til dæmis með því að gróðursetja tré.
Við erum stolt af því að skógræktarverkefnið okkar Álfabrekka, er fyrsta verkefnið sem heyrir undir Skógarkolefni (Forest Carbon Code) sem hefur hlotið vottun frá Enviance Services Private Limited á Íslandi, alþjóðlega faggilt vottunarstofa (VVB). Öll skógræktarverkefni Skógálfa ehf. uppfylla kröfur ISO 14064-2:2019 og eru í samræmi við leiðandi alþjóðlega staðla fyrir loftslagsverkefni. Grímsness- og Grafningshreppur sér tækifæri í aukinni skógrækt á því landi sem við erum með. Skógur styður við vatnsvernd og margt fleira sem er líka jákvætt fyrir umhverfið. Mikið er af slóðum í landinu sem er skemmtilegt að fara um og ekki síður þegar trén fara að vaxa upp, algjört ævintýri fyrir stóra sem smáa.
Framtíðarsýn
Við hjá Skógálfum ehf. viljum styðja við vaxandi forystuhlutverk Íslands í nýsköpun skógræktar til kolefnisbindingar. Skógræktarverkefni okkar munu halda áfram að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og takast á við hnattræn loftslagsvandamál um ókomin ár.
Okkur finnst gott að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar í framtíðinni með því sem við gerum í dag, til dæmis með því að gróðursetja tré.